Fulham 1 – 1 Manchester United
0-1 Rodrigo Muniz(’58, sjálfsmark)
1-1 Emile Smithe Rowe(’73)
Lokaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en spilað var á Craven Cottage í London.
Manchester United heimsótti Fulham í annarri umferð og var leikurinn heilt yfir nokkuð fjörugur.
United fékk kjörið tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik en Bruno Fernandes klikkaði þar á vítaspyrnu.
Gestirnir tóku þó forystuna að lokum er Leny Yoro átti skalla í Rodrigo Muniz eftir hornspyrnu og staðan 0-1.
Það var svo Emile Smith Rowe sem tryggði Fulham stig en hann hafði verið á vellinum í aðeins einhverjar sekúndur áður en hann skoraði jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli.