Didier Drogba hefur tjáð sig um sóknarmanninn Alejandro Garnacho sem er mögulega á leið til Chelsea í sumar.
Drogba er sjálfur goðsögn hjá Chelsea en Garnacho virðist ekki vilja neitt meira en að komast til félagsins frá Manchester United í sumar,
Drogba segir að Garnacho sé með alvöru metnað fyrir því að spila fyrir Chelsea og það sé ekki fyrir alla að hafna liðum eins og Bayern Munchen.
,,Þegar ungur leikmaður segir nei við Bayern Munchen og velur Chelsea þá snúst það ekki bara um félagaskiptin, það er ást,“ sagði Drogba.
,,Þú velur ekki Stamford Bridge nema að þú finnir eitthvað í hjartanu sem tengist því að klæðast bláu treyjunni.“