KA 2 – 0 Fram
1-0 Birgir Baldvinsson(’33)
2-0 Jóan Símun Edmundsson(’35)
Fyrri leik helgarinnar í Bestu deild karla er nú lokið en KA vann þar heimasigur gegn Fram.
Það hefur gengið lítið hjá Fram undanfarnar vikur en liðið er komið í áttunda sæti og er með 25 stig eftir 20 leiki.
Fram hefur tapað þremur leikjum í röð en KA er hins vegar taplaust í síðustu fimm leikjum sínum.
Akureyringarnir eru komnir í sjöunda sæti deildarinnar og eru sex stigum frá Evrópusæti.