FH 1 – 1 ÍBV
0-1 Hermann Þór Ragnarsson(’88)
1-1 Kjartan Kári Halldórsson(’96)
ÍBV var hársbreidd frá því að vinna gríðarlega sterkan sigur í Bestu deild karla í kvöld en seinni leik helgarinnar er lokið.
ÍBV heimsótti FH í 20. umferð og komst yfir á 88. mínútu er Hermann Þór Ragnarsson kom boltanum í netið.
Það stefndi allt í að Eyjamenn myndu sækja frábær þrjú stig en Kjartan Kári Halldórsson jafnaði metin fyrir heimaliðið á 96. mínútu í uppbótartíma úr aukaspyrnu.
Eyjamenn eru í níunda sætinu með 25 stig eftir leik og er FH í því fimmta með aðeins stigi meira.