Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur tjáð sig um stöðu vængmannsins Bukayo Saka sem lék með liðinu í gær.
Saka fór meiddur af velli í 5-0 sigri á Leeds en möguleiki er á að hann verði frá í einhverjar vikur.
Arteta veit sjálfur ekki hversu alvarleg meiðslin eru en segir að það muni koma í ljós á næstu dögum.
,,Við þurfum að bíða og sjá hversu lengi hann verður frá,“ sagði Arteta eftir leikinn.
,,Ég er ekki búinn að ræða við lækninn en það að Bukayo hafi þurft að fara af velli er stórmál fyrir okkur.“