Það er alveg ljóst að Guianluigi Donnarumma er á förum frá Paris Saint-Germain og er líklega á leið til Englands.
Donnarumma var kvaddur á heimavelli PSG í gær eftir leik liðsins við Angers í efstu deild í Frakklandi.
Donnarumma var ekki í hóp í leiknum en allt bendir til þess að hann muni gera samning við Manchester City.
Ítalinn átti erfitt með að kveðja stuðningsmenn PSG en var í raun neyddur til þess af liðsfélögum sínum.
Stuðningsmenn PSG sungu hátt að Donnarumma og ljóst að hann verður enn vinsæll í París jafnvel eftir brottförina.
❤️💙🥺 Emotional moment for Gigio Donnarumma as he says goodbye to PSG fans as legend of the club…
…ready for new chapter soon, with Man City still working on it. 🔛
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 22, 2025