Fyrrum leikmaður Liverpool hefur útskýrt af hverju hann ákvað að yfirgefa liðið í sumar og semja við Lyon í Frakklandi.
Sá leikmaður er Tyler Morton en hann var keyptur á um 13 milljónir punda í sumarglugganum.
Þessi skipti komu mörgum á óvart en þessi 22 ára gamli leikmaður hafði leikið með Liverpool í 16 ár en fékk takmarkað að spila með aðalliðinu.
,,Þetta er frábær deild sem er full af hæfileikaríkum leikmönnum og ég þekki leikmenn hér eins og Gomez Rodriguez og Jonathan Rowe sem eru frábærir,“ sagði Morton.
,,Það er ástríðan sem dró mig hingað og ég er mjög ástríðufullur þegar kemur að fótbola. Það var auðveld ákvörðun að skrifa undir.“
,,Um leið og félagið sýndi áhuga þá vissu allir í kringum mig að ég mynd skrifa undir samning.“