Keith Andrews, stjóri Brentford, segir að framherjinn Yoane Wissa skuldi sér ákveðið traust eftir síðasta tímabil.
Wissa er sterklega orðaður við brottför í dag en hann er á óskalista Newcastle sem bauð 40 milljónir punda í leikmanninn sem var hafnað.
Andrews sá um föstu leikatriði Brentford á síðustu leiktíð en tók við í sumar eftir að Thomas Frank gerði samning við Tottenham.
,,Samband mitt og Wiss er gott. Ég vann vel með honum á síðasta ári og hjálpaði honum að skora mörk,“ sagði Andrews.
,,Sjö af hans 19 mörkum voru eftir föst leikatriði svo hann skuldar mér. Hann ætti ekki að fara neitt ef ég er hreinskilinn.“