Estevao Willian eða Estevao eins og hann er yfirleitt kallaður átti mjög flottan leik fyrir Chelsea í gærkvöldi.
Estevao er 18 ára gamall Brasilíumaður en hann kom til Chelsea í sumar frá Palmeiras í Brasilíu.
Hann átti upphaflega ekki að byrja gegn West Ham í 5-1 sigri en eftir meiðsli Cole Palmer í upphitun fékk hann tækifærið.
Brassinn stóð sig vel og var hættulegur á köflum en hann lagði upp eitt af mörkum liðsins á Enzo Fernandez.
Hann varð um leið yngsti leikmaður í sögu Chelsea til að leggja upp mark fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni.