Max Dowman spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir Arsenal í kvöld er liðið mætti Leeds,
Dowman er nafn sem einhverjir kannast við en hann ku vera einn allra efnilegasti leikmaður Englands.
Dowman er aðeins 15 ára gamall en hann mun fagna 16 ára afmæli sínu síðar á þessu ári.
Hann kom við sögu í 5-0 sigri á Leeds í kvöld og átti mjög góða innkomu í öruggum sigri.
Dowman fiskaði á meðal annars vítaspyrnu sem varð til þess að Viktor Gyokores skoraði fimmta mark liðsins í sigrinum.