Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur í raun staðfest það að Alexander Isak sé að kveðja félagið fyrir Liverpool.
Isak verður ekki hluti af leikmannahópi Newcastle á mánudag er liðið mætir einmitt Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Isak hefur reynt allt til að komast til Liverpool í sumar en nú er aðeins rúmlega vika eftir af glugganum.
Howe segir að þessi staða sé nú að nálgast sín endalok og gefur sterklega í skyn að Isak sé loksins að kveðja félagið.
,,Isak verður ekki hluti af hópnum um þessa helgi,“ sagði Howe á blaðamannafundi fyrir leikinn.
,,Félagið þarf að gera það sem er best fyrir Newcastle. Ég mun gera það líka og það er útlit fyrir að þessari stöðu sé nú að ljúka.“