Manuel Neuer gæti staðið í marki Þýskalands á HM á næsta ári en þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum.
Bild greinir frá því að Rudi Voller, yfirmaður fótboltamála í Þýskalandi, hafi sett sig í samband við Neuer.
Neuer er 39 ára gamall markvörður Bayern Munchen en hann lagði landsliðshanskana á hilluna eftir EM 2024.
Marc Andre ter Stegen átti að standa í marki Þýskalands næsta sumar en framtíð hans er mjög óljós.
Ter Stegen verður ekki aðalmarkvörður Barcelona í vetur og mun því ekki byrja á HM ef staðan breytist ekki.
Neuer er opinn fyrir því að snúa aftur að sögn Bild en hann hefur spilað 124 landsleiki á sínum ferli.