Eberechi Eze hefur verið staðfestur sem nýr leikmaður Arsenal og kemur hann til félagsins frá Crystal Palace.
Skiptin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Eze vildi ekkert meira en að komast til Arsenal í sumarglugganum.
Arsenal borgar um 67 milljónir punda fyrir Eze sem er 27 ára gamall og spilar á vængnum.
Eze verður ekki með Arsenal í dag sem spilar gegn Leeds en leikurinn hefst eftir um tíu mínútur.
Eze er uppalinn hjá Arsenal en hann yfirgaf félagið árið 2011 og hélt þá til Fulham sem krakki.