Arsenal 5 – 0 Leeds
1-0 Jurrien Timber(’34)
2-0 Bukayo Saka(’45)
3-0 Viktor Gyokeres(’49)
4-0 Jurrien Timber(’56)
5-0 Viktor Gyokeres(’90, víti)
Arsenal bauð upp á frábæra frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Leeds á Emirates vellinum.
Viktor Gyokores er kominn á blað fyrir Arsenal í efstu deild Englands en hann gerði tvennu í leiknum.
Svíinn skoraði seinna mark sitt úr vítaspyrnu en hann var ekki sá eini sem gerði tvö mörk í viðureigninni.
Jurrien Timber skoraði einnig tvö mörk fyrir Arsenal eftir hornspyrnu og þá gerði Bukayo Saka eitt.
Öruggur 5-0 sigur Arsenal staðreynd og er liðið komið á topp deildarinnar.