RB Leipzig í Þýskalandi er við það að gefast upp á að selja sóknarmanninn Timo Werner í sumarglugganum.
Werner hefur verið til sölu í allt sumar en Leipzig hefur fengið nokkur tilboð í leikmanninn í sumar.
Samkvæmt Sport þá hefur þessi 29 ára gamli leikmaður hafnað tilboðum frá Ítalíu og einnig frá Sádi Arabíu.
Leipzig vill losna við Werner sem fyrst þar sem hann er einn launahæsti leikmaður liðsins en mun fá lítið sem ekkert að spila í vetur.
Það virðist ekki hafa áhrif á Þjóðverjann sem lék áður með Chelsea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Leipzig hefur tjáð Werner það að hann eigi ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu en hann hefur hins vegar engan áhuga á að fara sem er mikill skellur fyrir félagið.