Eberechi Eze fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag en þessi fyrrum leikmaður félagsins snýr nú aftur eftir fjórtán ár í burtu.
Lífið var erfitt fyrir Eze sem ungan mann því þegar hann var þrettán ára lét Arsenal hann fara og taldi hann ekki nógu góðan.
Eze samdi þá við Milwall en þegar hann var 16 ára þar var honum líka hent í burtu þaðan.
Í millitíðinni höfðu bæði Reading og Fulham látið Eze fara eftir stutt stopp þar, ekkert virtist ætla að ganga fyrir ungan Eze.
„Ég sver það að þegar ég meika það þá munu þau finna þessa Twitter færslu,“ skrifaði Eze á Twitter nú X-ið árið 2015. Milwall hafði þá rift samningi hans.
Eze varð að leikmanni hjá QPR og var árið 2020 seldur til Crystal Palace þar sem hann hefur átt góð ár, hann heldur nú til Arsenal á um 68 milljónir punda.