Forráðamenn Napoli eru tilbúnir að setja klásúlu sem verður til þess að félagið kaupi Rasmus Hojlund frá Manchester United næsta sumar.
Danski framherjinn er ekki klár í það að fara frá United nema slík klásúla verði.
Hann hefur ekki áhuga á því að fara á láni og vera svo með framtíð sína í lausu lofti næsta sumar.
United er tilbúið að losa sig við Hojlund eftir kaup félagsins á Benjamin Sesko sem verður fyrsti kostur í framlínuna.
Napoli leitar að framherja eftir að Romelu Lukaku meiddist illa og er nú tilbúið að festa kaup á Hojlund.
Hojlund hefur verið hjá United í tvö ár og eftir ágætt fyrsta ár lenti danski framherjinn í vandræðum á síðustu leiktíð.