Það er undir Manuel Akanji komið hvort hann fari til tyrkneska stórliðsins Galatasaray eða ekki, en Manchester City hefur samþykkt tilboð í hann.
Fabrizio Romano segir frá þessu, en City hefur samþykkt 15 milljóna punda tilboð í varnarmanninn. Sjálfur skoðar hann nú stöðuna áður en hann tekur ákvörðun.
Það vakti athygli á dögunum þegar Akanji svaraði færslu Romano, sem er talinn einn sá áreiðanlegasti þegar kemur að fréttum af félagaskiptamarkaðnum, um að hann væri á leið til Galatasaray.
Sagðist hann ekkert kannast við það en nú gætu skiptin raungerst eftir allt saman.
Akanji er þrítugur og hefur verið hjá City í þrjú ár. Hefur hann raðað inn bikurum á þeim tíma og vann liðið til að mynda þrennuna á hans fyrstu leiktíð.
🚨🟡🔴 Galatasaray sent their contract proposal to Manuel Akanji’s camp after £15m deal agreed with Man City.
No agreement yet with Akanji who has made no decision on his future at this stage, considering all options. pic.twitter.com/V5txmRer4h
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 22, 2025