fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. ágúst 2025 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er undir Manuel Akanji komið hvort hann fari til tyrkneska stórliðsins Galatasaray eða ekki, en Manchester City hefur samþykkt tilboð í hann.

Fabrizio Romano segir frá þessu, en City hefur samþykkt 15 milljóna punda tilboð í varnarmanninn. Sjálfur skoðar hann nú stöðuna áður en hann tekur ákvörðun.

Það vakti athygli á dögunum þegar Akanji svaraði færslu Romano, sem er talinn einn sá áreiðanlegasti þegar kemur að fréttum af félagaskiptamarkaðnum, um að hann væri á leið til Galatasaray.

Sagðist hann ekkert kannast við það en nú gætu skiptin raungerst eftir allt saman.

Akanji er þrítugur og hefur verið hjá City í þrjú ár. Hefur hann raðað inn bikurum á þeim tíma og vann liðið til að mynda þrennuna á hans fyrstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Reykjavíkurborg skipar samningateymi til að hefja uppbyggingu í Víkinni

Reykjavíkurborg skipar samningateymi til að hefja uppbyggingu í Víkinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Undirbúa sig undir rosalegt tilboð frá Liverpool en vilja meira

Undirbúa sig undir rosalegt tilboð frá Liverpool en vilja meira
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hafa rætt það að skiptast á leikmönnum

Hafa rætt það að skiptast á leikmönnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann