fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Reykjavíkurborg skipar samningateymi til að hefja uppbyggingu í Víkinni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. ágúst 2025 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær 21. ágúst var samþykkt tillaga borgarstjóra um skipan samningateymis um uppbyggingu athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings.

Á sama tíma hefst vinna við að skipta um gervigras á æfingasvæði félagsins en framkvæmdir hefjast í næstu viku og taka tæpa tvo mánuði.

Byggir tillaga borgarstjóra á niðurstöðu fundar fulltrúa Víkings með borgarstjóra með þann 11. ágúst sl.

Samningateymi Víkings og Reykjavíkurborgar mun vinna innan vel skilgreinds tíma- og vinnuramma og skulu helstu niðurstöður liggja fyrir eigi síðar en 31. desember nk.

Meðal verkefna er að semja um langtímasýn og aðstöðu Víkings á Stjörnugróf 18 (Markarsvæði), ásamt uppbyggingu og viðhaldi núverandi mannvirkja félagsins.

Nánar tiltekið eru verkefni samningateymisins og er þessi:
– Að móta og semja um langtímasýn fyrir aðstöðu Knattspyrnufélagsins Víkings á Stjörnugróf 18 (Markarsvæði) og ná saman um tímalínur breytinga fyrir 31.12.2025
– Að vinna drög að forsögn fyrir deiliskipulagsgerð á þeim grunni og endurskoða umferðaröryggismál fyrir 31.3.2026.
– Samhliða taka til endurskoðunar og semja um eignarhald, uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja Víkings við Traðarland til framtíðar.

Samningateymið skipa:
Þorsteinn Gunnarsson, borgarritari, formaður
Auður Inga Ingvarsdóttir, lögfræðiteymi SBB
Steinþór Einarsson, menningar- og íþróttasvið
Björn Einarsson, Knattspyrnufélagið Víkingur
Haukur Hinriksson, Knattspyrnufélagið Víkingur
Elísabet Björnsdóttir, Knattspyrnufélagið Víkingur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze