Nottingham Forest er að íhuga það að reka Nuno Espirito Santo úr starfi sem knattspyrnustjóra félagsins. Þetta kemur fram í fréttum í dag.
Santo staðfestir sjálfur að sambandið við eiganda félagsins sé ekki gott, þeir varla ræði orðið saman.
Evangelos Marinakis eigandi Forest er skaphundur mikill og ef Nuno verður með einhverja stæla gæti hann rekið hann innan tíðar.
Santo er hins vegar ekki sagður sáttur með sumarið, keyptir hafa verið margir leikmenn og hann lítið spurður álits um það.
"Our relationship has changed… it's not good."
Nuno Espirito Santo says the relationship between himself and Nottingham Forest owner Evangelos Marinakis has changed for the worse. pic.twitter.com/bfcv7f43uf
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2025
Ange Postecoglou er nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki fyrir Nuno en liðið vann Brentford 3-1 í fyrsta leik.