fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. ágúst 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvissa ríkir um framtíð Marc Guehi, fyrirliða Crystal Palace, þar sem formaður félagsins, Steve Parish, hefur gefið í skyn að hann gæti yfirgefið félagið áður en glugginn lokar. Þrátt fyrir að knattspyrnustjóri liðsins, Oliver Glasner, sé staðráðinn í að halda honum.

Í kjölfar sölunnar á sóknarmanninum Eberechi Eze til Arsenal á fimmtudag, opnaði Parish á möguleikann á að Guehi gæti verið næstur út. „Ef Marc vill skrifa undir nýjan samning, þá getur hann verið áfram. Ef ekki, þá þurfum við að skoða málið. Þetta er erfið staða,“ sagði Parish eftir sigur Palace á Fredrikstad í Sambandsdeildinni. Síðari leikurinn er eftir.

Samningur Guehi rennur út næsta sumar og því er þetta síðasti séns Palace að selja hann. „Að missa leikmenn á frjálsri sölu er ekki góð staða, ég ætla ekki að segja neitt annað. Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða á næstu ellefu dögum.“

Á hinn bóginn tók Glasner fastari afstöðu og sagði að það væri óásættanlegt að missa Guehi að svo stöddu, sérstaklega í ljósi Evrópuleiksins fram undan. „Ég veit bara að ef Marc fer og er ekki tiltækur gegn Fredrikstad, þá verðum við í miklum vandræðum,“ sagði Glasner á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Við getum ekki skráð nýja leikmenn í hópinn fyrir Sambandsdeildina milli fyrri og seinni viðureignarinnar, þannig að frá mínu sjónarhorni verður hann að vera áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Undirbúa sig undir rosalegt tilboð frá Liverpool en vilja meira

Undirbúa sig undir rosalegt tilboð frá Liverpool en vilja meira
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Logi skoraði í Grikklandi – Sjáðu markið

Logi skoraði í Grikklandi – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða
433Sport
Í gær

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool
433Sport
Í gær

Meiddist á fyrstu æfingu eftir að hafa fengið félagaskiptin í gegn

Meiddist á fyrstu æfingu eftir að hafa fengið félagaskiptin í gegn