Thomas Frank, stjóri Tottenham, segir að hann vilji ekki leikmenn til félagsins sem velja það ekki að ganga í raðir þess.
Tottenham missti af Eberechi Eze, stjörnu Crystal Palace, til Arsenal á síðustu stundu. Skytturnar hrepptu hann eftir meiðsli Kai Havertz.
„Ég vil að það sé alveg á hreinu að ég vil ekki leikmenn sem vilja ekki koma hingað. Ef þeir vilja ekki spila fyrir þetta frábæra merki þá viljum við þá ekki hér,“ segir Frank.
„Ég er nokkuð viss um að stuðningsmenn séu á sama máli. Ef þú vilt ekki klæðast þessari stórkostlegu treyju er alveg á hreinu að við viljum þig ekki.“