Valur og Vestri mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í kvöld. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 19:00. Miðasala á leikinn er í fullum gangi á miðasöluvef KSÍ.
Valur hefur 11 sinnum unnið bikarinn en er þetta í fyrsta skiptið sem Vestri kemst alla leið í úrslit.
KR (14)
Valur (11)
ÍA (9)
Fram (8)
ÍBV (5)
Víkingur R. (5)
Keflavík (4)
FH (2)
Fylkir (2)
Breiðablik (1)
ÍBA (1)
Stjarnan (1)
KA (1)
Af 9 innbyrðis mótsleikjum liðanna sem mætast í úrslitum í ár er einn bikarleikiur. Sá leikur var í 8-liða úrslitum keppninnar árið 2021. Þá vann Vestri 2-1 sigur á Val.
Leið liðanna í bikarúrslitin
Valur
32 liða úrslit – Grindavík – Valur 1-3
16 liða úrslit – Valur – Þróttur R. 2-1
8 liða úrslit – ÍBV – Valur 0-1
Undanúrslit – Valur – Stjarnan 3-1
Vestri
32 liða úrslit – Vestri – HK 3-3 (5-4 vítakeppni)
16 liða úrslit – Breiðablik – Vestri 1-2
8 liða úrslit – Vestri – Þór 2-0
Undanúrslit – Vestri – Fram 0-0 (5-3 vítakeppni)
Veðbankar (Lengjan)
Sigur Vals: 1,56
Jafntefli: 3,77
Sigur Vestra: 4,07