Aston Villa er að skoða það alvarlega að reyna að kaupa Nicolas Jackson framherja Chelsea.
Telegraph segir þó að Chelsea verði að lækka verðmiða sinn á Jackson svo Villa geti keypt hann.
Chelsea hefur viljað 60 milljónir punda fyrir Jackson sem félagið vill losna við.
Jackson er 24 ára gamall framherji frá Senegal en hann er ekki lengur í plönum Chelsea.
Villa getur ekki borgað slíka summu vegna þess að félagið hefur verið nálægt því að brjóta PSR reglurnar.