Ítalski knattspyrnumaðurinn Luca Aluisi er látinn, aðeins 30 ára gamall, eftir að hann féll í yfirlið heima hjá móður sinni og lést skömmu síðar.
Aluisi átti að mæta á á sína fyrstu æfingu með liði ASD Castell’Azzara miðvikudaginn 20. ágúst. En samkvæmt heimildum úr ítölskum fjölmiðlum byrjaði hann að finna fyrir óþægindum daginn áður, þriðjudaginn 19. ágúst, og missti meðvitund heima hjá sér.
Viðbragðsaðilar komu strax á vettvang, en þrátt fyrir aðhlynningu tókst ekki að bjarga lífi hans.
ASD Castell’Azzara birti tilkynningu í kjölfarið þar sem félagið lýsir djúpri sorg vegna fráfalls leikmannsins.
„ASD Castell’Azzara er miður sín eftir sorgleg tíðindi um andlát Luca Aluisi. Þessi ungi maður, aðeins 30 ára, var tilbúinn að klæðast treyju félagsins og hefja nýtt íþróttaævintýri af mikilli ákefð,“ segir í yfirlýsingu félagsins.