Eberechi Eze fer í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun, hann mun spila með Palace í Sambandsdeildinni í kvöld áður en hann fer til Arsenal.
Arsenal stökk til síðdegis í gær og náði samkomulagi við Palace og Eze, hann ætlaði sér til Tottenham.
Arsenal fór út á markaðinn til að styrkja sóknarleik sinn vegna meiðsla Kai Havertz sem verður lengi frá vegna meiðsla á hné.
Stuðningsmenn Tottenham eru í sárum en nú er sagt að félagið horfi til Savinho hjá City sem hefur ekki verið til sölu í sumar.
Einnig mun félagið skoða Tyler Dibling hjá Southampton og Morgan Rogers hjá Aston Villa á næstu dögum.