Ebrechi Eze er á leið til Arsenal eftir algjöra U-beygju í hans málum. Breska blaðið The Sun skoðar hvernig hann passar inn í byrjunarliðið á Emirates.
Eze var á leið til Tottenham þegar Arsenal kom allt í einu inn í myndina í kjölfar meiðsla Kai Havertz. Hann var ekki lengi að velja að fara þangað frekar.
Eze hefur verið frábær fyrir Eze undanfarin ár. Hann getur spilað framarlega á miðju og úti á kanti. Í fyrsta dæmi um uppstillingu með hann innanborðs má sjá hann úti vinstra megin í þriggja manna framlínu.
Sem fyrr segir getur hann einnig spilað framarlega á miðjunni og hér að neðan má sjá hvernig það getur gengið upp, án þess að Skytturnar breyti um leikkerfi.
Loks er hér farið í þriggja manna varnarlínu og vængbakverði, þar sem Eze og Martin Ödegaard eru fyrir aftan Viktor Gyokeres.