Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í kvöld.
Stjarnan og FH gerðu 2-2 jafntefli í nágrannaslag þar sem Garðbæingar komust tvisvar yfir með mörkum Birnu Jóhannsdóttur og Snædísar Maríu Jörundsdóttur.
Arna Eiríksdóttir og Berglind Freyja Hlynsdóttir skoruðu mörk FH. Hafnfirðingar eru áfram í öðru sæti, nú 5 stigum á eftir toppliði Blika. Stjarnan er í sjötta sæti, aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Þór/KA vann þá þægilegan sigur á FHL, sem er langneðst í deildinni, og sigla Akureyringar nokkuð lignan sjó.
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Sandra María Jessen og Bríet Fjóla Bjarnadóttir gerðu mörk liðsins.
Markaskorarar af Fótbolta.net