RB Leipzig er komið á fulla ferð að reyna að ganga frá samningi við Harvey Elliott miðjumann Liverpool.
Þýska félagið vill ganga frá kaupum og kjörum áður en gengið verður frá samningi við Liverpool.
Elliott er 22 ára gamall en hann vill komast í stærra hlutverk en hann fær á Anfield.
RB Leipzig á von á því að selja Xavi Simmons til Chelsea og á þá Elliott að fylla hans skarð.
Þýskir miðlar fjalla um þetta en Elliott hefur átt góða spretti með Liverpool en hann er U21 árs landsliðsmaður Englands.