Keflavík styður við Píeta-samtökin og hefur sett af stað sölu á glæsilegum gulum treyjum til styrktar þeirra.
Félagið birti myndband á samfélagsmiðla í dag þar sem þetta var kynnt. Má sjá það hér neðar.
Af heimasíðu Keflavíkur
Keflavík styður við Píeta samtökin
Næstu heimaleikir hjá okkur verða leiknir í gulum Keflavíkurbúningum til þess að vekja athygli á Píeta samtökunum.
Búningarnir verða seldir í takmörkuðu magni og rennur allur ágóði til Píeta.
Um Píeta (af heimasíðu þeirra)
Píeta samtökin sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.
Boðið er upp á viðtöl og stuðningshópa fyrir 18 ára og eldri. Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi.
Einnig er Píeta skjól á Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði.
https://t.co/2pNPMkJsCE pic.twitter.com/vBBOhtbBdp
— Keflavík Fc (@FcKeflavik) August 21, 2025