Arsenal er að rífa fram rúmar 60 milljónir punda fyrir Eberechi Eze kantmann Crystal Palace sem fer í læknisskoðun hjá félaginu á morgun.
Eze var á leið til Tottenham þegar Arsenal stökk til og náði samningum við Palace og Eze.
Eze ólst upp hjá Arsenal en félagið losaði sig við hann þegar hann var tólf ára gamall, hann snýr því aftur heim.
Eze getur bæði leikið sem kantmaður og miðjumaður og því verður fróðlegt að sjá hvernig Mikel Arteta ætlar að nota hann.
Flestir telja að Gabriel Martinelli verði fórnað og Eze fari á kantinn.
Annar möguleiki er að Eze fari á miðjuna en þá þyrfti Martin Zubimendi líklega að fara á bekkinn en margir eru á því að besta staða Eze sé fyrir aftan framherjann.