Rasmus Hojlund framherji Manchester United hefur opnað á það að fara frá félaginu en hann er ekki spenntur fyrir því að fara bara á lán.
Þannig hefur umboðsmaður Hojlund látið bæði RB Leipzig og Napoli vita að ef hann komi á láni þá verði félagið að kaupa hann næsta sumar.
Hojlund vill ekki fara á lán og sitja uppi í sömu stöðu næsta sumar með framtíð sína í óvissu.
Hojlund er 22 ára gamall og hefur verið hjá United í tvö ár, eftir ágætt fyrsta ár hefur hann átt í töluverðum vandræðum.
Með komu Benjamin Sesko er ljóst að hlutverk Hojlund minnkar og því hefur United áhuga á því að losa hann.