Jeremie Frimpong varnarmaður Liverpool spilar ekki næsta mánuðinn vegna meiðsla. Paul Joyce virtur blaðamaður Times segir frá.
Frimpong var keyptur til Liverpool frá Leverkusen í sumar og byrjaði fyrsta leik tímabilsins gegn Bournemouth þar sem Liverpool vann 4-2 sigur.
Frimpong fór af velli í síðari hálfleik og var talað um eymsli aftan í læri.
Nú er ljóst að hann verður ekki með fyrr en eftir landsleikjafrí í september sem er nokkuð áfall fyrir Liverpool.
Connor Bradley hinn hægri bakvörður Liverpool er einnig frá vegna meiðsla og því líklegt að Joe Gomez leysi stöðuna í næstu leikjum.