Arsenal virðist ætla að æða út á markaðinn vegna meiðsla Kai Havertz sem gæti verið mjög lengi frá.
Havertz kom við sögu í fyrstu umferð gegn Manchester United en virðist hafa meiðst á æfingu.
Ekki hefur verið staðfest hversu lengi Havertz verði frá en Arsenal virðist óttast það vesta.
Nú segja ensk blöð að enska félagið sé farið að skoða möguleg kaup á Morgan Rogers sóknarmiðjumanni Aston Villa.
Rogers vakti athygli fyrir vaska framgöngu sína á síðustu leiktíð en hann hefur unnið sér sæti í enska landsliðinu.