fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

433
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð mikil umræða hefur skapast um bjórdrykkju á leikjum í íslenskum fótbolta, hefur nokkuð verið rætt um þetta og margir hafa skoðun á þessum málum.

Bikarúrslitaleikur karla fer fram á föstudag og vakti það athygli á fundi á mánudag þegar KSÍ bað fólk um að vera edrú, KSÍ hefur undanfarið selt bjór á leikjum sínum.

Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net vakti mikla athygli og var til umræðu í Þungavigtinni þar sem Mikael Nikulásson fór mikinn.

Meira:
Elvar trúði ekki eigin eyrum á fundi KSÍ – Spyr hvort við séum stödd í Norður-Kóreu

„Ef menn ætla að fara eftir beiðni KSÍ þá þarf Björn Hlynur að loka bjórdælunni á Ölver á föstudag, pælið í rugli. Vestri er að fara í bikarúrslit í fyrsta sinn og heldur þú að liðið sem sé að koma þaðan ætli að fá sér Coke Zero. Halda þeir að fólk loki bjórdælunni, hver heldur þú að ætli að fara edrú á þenann leik?,“ sagði Mikael í Þungavigtinni í dag.

Mikael leggur til að KSÍ breyti leiktíma á úrslitaleik bikarsins ef enginn má fá sér bjór. „Hafðu leikinn á mánudegi klukkan 15:00, þá verður kannski einhver edrú. Bara að fara að halda kjafti.“

Mikael fór á leik í Bestu deildinni á mánudag. „Ég var á leik KR og Fram, það var einhver kona þarna í kallkerfinu svona sjö sinnum á meðan leiknum stóð að láta vita að áfengi væri bannað í stúkunni. Það sást ekki á neinum manni í stúkunni, það voru 1600 manns þarna. Hvaða þvæla er þetta, biðla til Vestra og Vals á blaðamannafundi að halda áfenginu í lágmarki.“

Mikael vonar að allir helli vel í sig á leiknum. „Siggi Sjómaður sem er í fríi ætlar bara að fá sér Coke þegar Vestri er í bikarúrslitum, ég hvet alla til að hella vel í sig á leiknum. Það eru aldrei nein læti á leik á Íslandi. Ég er búin að fara á fótboltaleiki á Íslandi fjörtíu ár og aldrei séð nein læti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina