Douglas Luiz er að snúa aftur til Englands og skrifa undir hjá Nottingham Forest, eftir því sem fram kemur í helstu miðlum.
Miðjumaðurinn stóð sig afar vel með Aston Villa í enska boltanum og var hann keyptur til Juventus á 50 milljónir punda síðasta sumar.
Þar stóð Luiz hins vegar ekki undir væntingum og verður hann því strax seldur frá Juventus – og það á helmingi lægri upphæð en Ítalirnir greiddu í fyrra.
Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum og má búast við það að skiptin gangi í gegn á allra næstu dögum.