Karren Brady, varaformaður West Ham og raunveruleikasjónvarpsstjarna, birti mynd af sér á dögunum sem sýnir mikið breytt útlit hennar.
Brady, sem er 56 ára gömul, hefur starfað hjá úrvalsdeildarliði West Ham síðan 2010 og er hún einnig þekkt fyrir viðskiptaþættina The Apprentice á BBC.
Hún opinberaði á dögunum að hún hafi farið í gegnum húðþrengjandi meðferð á höndum sínum, auk þess sem hún hafi misst mörg kíló undanfarið. Talar hún afar vel um ferlið og segir það hafa aukið sjálfstraust hennar og orðið til þess að hún er til í að vera í stuttermafötum á ný.
Hefur Brady fengið mikið hrós í kjölfarið, en hún segist hafa ákveðið að fara í lífstílsbreytingu til þess að geta verið „virk amma“ en annað barnabarn hennar er á leiðinni.