Leandro Trossard er að skrifa undir nýjan samning við Arsenal, sem veitir leikmanninum launahækkun á núgildandi samningi.
Hinn þrítugi Trossard hefur verið töluvert orðaður frá Arsenal í sumar en nú er útlit fyrir að hann verði áfram.
Hann framlengir þó ekki samning sinn, sem rennur út eftir tvö ár, en fær sem fyrr segir launahækkun.
Trossard gekk í raðir Arsenal í janúar 2023 frá Brighton. Hefur hann ekki fest sig í sessi í byrjunarliðinu á þeim tíma en reynst liðinu mikilvægur samt sem áður.