Mohamed Salah og Virgil van Dijk, leikmenn Liverpool, glottu á meðan Declan Rice ræddi titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni og markmið Arsenal þar á verðlaunahátíð leikmannasamtakanna á Englandi í gær.
Rice var spurður út í möguleika Arsenal eftir að hafa endað í öðru sæti þrjú ár í röð. Sagði hann að það væri erfitt en að liðið þyrfti að komast einu skrefi lengra til að taka titilinn.
Þegar enski miðjumaðurinn minntist á að Arsenal hafi hafnað í öðru sæti litu Van Dijk og Salah á hvorn annan og glottu, en þetta hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum.
Arsenal hafnaði fyrir aftan Liverpool á síðustu leiktíð og Manchester City tvær leiktíðir þar á undan.
Hér að neðan má sjá atvikið sem um ræðir.
Brilliant #PFAawards yesterday, where the highlights included this exchange of looks between Salah and Van Dijk, and Nitro from Gladiators on stage with Iain Dowie presenting an award together. pic.twitter.com/V9aeRFWXUG
— Jonathan Northcroft (@JNorthcroft) August 20, 2025