Andre Onana mun snúa aftur í mark Manchester United gegn Fulham um helgina og svo gæti vel farið að hann verði aðalmarkvörður liðsins í vetur ef marka má frétt Talksport.
Onana var hafður utan hóps í tapinu gegn Arsenal og var hann jafnframt lítið notaður í æfingaleikjum United í sumar. Hann hefur ekki heillað á tveimur árum á Old Trafford.
Margir markverðir hafa verið orðaðir við United í sumar en Talksport segir að það sé ekki í forgangi að styrkja þessa stöðu. Þá sé tölfræði Onana góð og að hann hafi það sem þarf til að vera í rammanum í vetur.
Því er allavega haldið fram að Onana snúi aftur í markið um helgina og taki þar sem stöðu Altay Bayindir, sem gerði mistök í aðdraganda sigurmarks Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.