Ólafur Karl Finsen er sá knattspyrnumaður á Íslandi sem þénaði mest á síðasta ári, eða um 1,3 milljónir á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.
Ólafur er reynslumikill leikmaður sem hefur orðið Íslandsmeistari með bæði Stjörnunni og Val. Hann tók skóna fram að nýju með síðarnefnda félaginu í fyrra. Hann fékk svo félagaskipti í KH í 4. deild á dögunum.
Ólafur útskrifaðist sem einkaþjálfari fyrir tæpum tveimur árum og þá var hann til umfjöllunar nýlega er hann reyndi fyrir sér í uppistandi.
Viktor Karl Einarsson, lykilmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, kom þar á eftir og svo Davíð Örn Atlason í Víkingi. Heiðar Ægisson, leikmaður Stjörnunnar, og Kristinn Jónsson, Breiðabliki, þénuðu einnig meira en milljón á mánuði í fyrra.
Ólafur Karl Finsen (KH) – 1,29 milljónir
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) – 1,26 milljónir
Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) – 1,17 milljónir
Heiðar Ægisson (Stjarnan) – 1,09 milljónir
Kristinn Jónsson (Breiðablik) – 1 milljón