Ofurtölvan hefur stokkað spilin eftir fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð.
Því er spáð að Manchester City endurheimti titilinn eftir sannfærandi frammistöðu gegn Wolves í fyrsta leik. Ofurtölvan telur þó að liðið hafi aðeins betur gegn Arsenal á markatölu.
Liverpool kemur sex stigum á eftir toppliðunum tveimur og Aston Villa er spáð fjórða og síðasta Meistaradeildarsætinu.
Manchester United tapaði 0-1 gegn Arsenal í fyrsta leik en Ofurtölvan telur að liðið nái Evrópu sæti í formi Sambandsdeildar í vor.
Wolves, Burnley og West Ham er spáð niður eftir afar ósannfærandi fyrstu umferð.