fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Klefinn klofinn vegna Isak – Liðsfélagi sagður hafa skotið á hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er klofningur á meðal leikmanna Newcastle er varðar hvort þeir styðji við bakið á Alexander Isak eða ekki. Þetta kemur fram í Daily Mail.

Framherjinn er að reyna að komast til Liverpool og neitar að æfa með Newcastle á meðan. Skaut hann hressilega á félagið í færslu í gær og segir hann það hafa brotið loforð.

Meira
Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu

Newcastle svaraði færslunni með yfirlýsingu, þar sem fram kom að félagið hafi aldrei lofað Isak að hann mætti fara í sumar.

Daily Mail segir nú að einhverjir leikmenn styðji við bakið á Isak en aðrir ekki. Félagið sagði í yfirlýsingunni að hann yrði boðinn velkominn til baka á æfingar þegar hann er tilbúinn.

Þá er athygli vakin á myndbirtingu Bruno Guimaraes, leikmanni Newcastle, skömmu eftir að Isak birti sína færslu. Birti hann mynd af sér í treyju Newcastle, sem er talið skot á Svíann.

Liverpool bauð 110 milljónir punda í Isak á dögunum en því var hafnað. Liðin mætast um helgina og má búast við öðru tilboði frá Liverpool eftir þann leik.

Meira
Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórt nafn sett á sölulista

Stórt nafn sett á sölulista
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segja Liverpool leggja fram tilboð eftir leik helgarinnar

Segja Liverpool leggja fram tilboð eftir leik helgarinnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sá fyrsti sem fær starf á Englandi sem iðkar trúarbrögð Sikha

Sá fyrsti sem fær starf á Englandi sem iðkar trúarbrögð Sikha
433Sport
Í gær

Segist hafa þurft að fara frá United til að finna hamingjuna – „Þegar þeir eru að hafa gaman kalla þeir mig sweetie“

Segist hafa þurft að fara frá United til að finna hamingjuna – „Þegar þeir eru að hafa gaman kalla þeir mig sweetie“
433Sport
Í gær

Nafngreina meintan rasista – Hefur verið bundinn við hjólastól frá fæðingu

Nafngreina meintan rasista – Hefur verið bundinn við hjólastól frá fæðingu