Kai Havertz verður ekki með Arsenal í næstu leikjum vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu.
Þetta er áfall fyrir Arsenal, en sóknarmaðurinn var meiddur stóran hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla aftan í læri.
Havertz kom inn á í sigri Arsenal gegn Manchester United í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.
Liðið mætir Leeds á laugardag og ljóst er að þar verður Þjóðverjinn ekki með.
Annar sóknarmaður Arsenal, Gabriel Jesus, er enn meiddur vegna krossbandsslita sem hann varð fyrrir snemma á árinu.
Orðrómar eru um að Arsenal muni skella sér á markaðinn í leit að sóknarmanni í ljósi tíðinda dagsins.