Wesley Fofana hefur eytt öllu sem tengist félagi sínu, Chelsea, af samfélagsmiðlum. Það er vakin athygli á þessu í enskum fjölmiðlum.
Miðvörðurinn gekk í raðir Chelsea frá Leicester á 70 milljónir punda sumarið 2022. Hefur hann þó aðeins spilað 34 leiki á þeim tíma og meiðsli einkennt feril hans í London.
Nú er útlit fyrir að Fofana gæti verið á förum, en hann hefur til að mynda verið orðaður við Marseille í heimalandinu, Frakklandi.
Fofana er að stíga upp úr enn einum meiðslunum og var kominn á bekkinn í fyrstu leik ensku úrvalsdeildarinnar geng Crystal Palace um síðustu helgi.
Eftir leik sagði Enzo Maresca knattspyrnustjóri að hann gæti komið sér inn á völlinn á næstunni en nú er ekki víst að það verði í treyju Chelsea.