Bikarúrslitaleikur karla fer fram á föstudagskvöld, en þar eigast við Valur og Vestri.
Bræður munu eigast við í leiknum, Patrick Pedersen hjá Val og Jeppe Pedersen í Vestra.
Patrick varð á dögunum markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi en Jeppe telur Vestra geta stoppað hann.
Hér að neðan má sjá myndband sem Mjólkurbikarinn birtir um komandi slag dönsku bræðranna.