Wrexham hefur fengið gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi átök í næst efstu deild á Englandi.
Varnarmaðurinn Conor Coady hefur skrifað undir samning við félagið en hann kemur frá Leicester City.
Coady kemur á frjálsri sölu en hann ákvað að halda frekar til Wrexham en Rangers sem er eitt stærsta félag Skotlands.
Coady býr yfir gríðarlegri reynslu en hann er 32 ára gamall og á að baki fjölmarga leiki í efstu deild.
Wrexham tryggði sér sæti í næst efstu deild í vetur og stefnir á að komast í þá efstu í fyrstu tilraun.