Tvær stjörnur munu spila saman í Serbíu á tímabilinu sem hófst fyrir skömmu en tveir leikir eru búnir í efstu deild.
Dusan Tadic hefur samþykkt að skrifa undir samning við Rauðu Stjörnuna og kemur frítt frá Fenerbahce.
Tadic er gríðarlega reynslumikill leikmaður en hann er mögulega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Southampton og Ajax.
Tadic er 36 ára gamall og var serbnenskur landsliðsmaður en hann hefur ekki spilað í heimalandinu síðan 2010.
Hann mun nú leika með annarri stjörnu, Marko Arnautovic, hjá félaginu en hann kom líka frítt í sumarglugganum.