Þrír leikmenn Manchester United munu ekki fá að æfa með aðalliði félagsins er það snýr aftur til æfinga í Manchester.
Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum en United er þessa stundina í Bandaríkjunum í æfingaferð fyrir komandi tímabil.
Alejandro Garnacho, Jadon Sancho og Tyrell Malacia ferðuðust ekki með félaginu og æfa einir á Carrington æfingasvæðinu.
Samkvæmt nýjum fregnum þá munu þeir fá að nota æfingasvæðið áfram en verða ekki hluti af æfingu aðalliðsins.
United er að reyna að losa alla þessa þrjá leikmenn en það hefur gengið brösuglega hingað til.