Manchester City er aftur að sýna Lucas Paqueta áhuga eftir að hann var sýknaður af öllum ákærum um veðmálasvindl.
Þetta kemur fram í Globo Esporte en City hafði áhuga á leikmanninum árið 2023 áður en hann var ákærður af enska knattspyrnusambandinu.
Brassinn hefur loksins verið sýknaður og má því halda áfram að sinna sinni vinnu en hann er samningsbundinn West Ham.
Samkvæmt GE þá hefur City fylgst með gangi mála og alltaf haft áhuga á því að fá miðjumanninn í sínar raðir.
Paqueta er 27 ára gamall en um tíma var búist við að hann myndi fá lífstíðarbann fyrir þetta meinta veðmálasvindl.